Nú er að nota tækifærið.

Nú þarf ríkisvaldið að vakna og nota tækifærið og leysa til sín veiðiheimildir, á móti skuldum sjávarútvegsfyrirtækja og stokka kerfið upp, ekki seinna en strax.  Koma samhliða á dagakerfi eða réttlátu kerfi þar sem allir eiga jafnan rétt til að sækja sjóinn.

Nú er kominn tími til að ríkisvaldið heiðri dóm Mannréttindadómstólsins og leggi af þetta ofmetnasta og ömurlegasta fiskveiðikerfi sem íslensk stjórnvöld leiddu yfir okkur fyrr á árum og er upphaf örlaga okkar í dag.

Það er kominn tími til að stokka þetta upp, eins og hvert annað bjóð, koma þessu í það horf að auðlindin verði að nýju þjóðareign en ekki á höndum örfárra útgerðarmanna sem hag hafa af því að halda heimildunum, leigja þær út til hagnaðar, eða nota þau á örfá skip sín.  Það er verið að og búið að útrýma að mestu þeim vaxtarbroddi sem felst í einstaklingsframtakinu og þeim möguleika hvers borgara að kaupa sér bát, kaupa sig, með hóflegri greiðslu eða gjaldi, inn í fiskveiðikerfi og stunda sjóinn svo sem forfeður okkar hafa gert gegn um aldirnar og haft af því lifibrauð.  Hér er svo sannarlega, nú í dag, þörf á því að menn geti snúið sér að undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, fjölskyldu sinni aðallega, en einnig þjóðinni til heilla. 

Bendi á dagakerfi Færeyinga sem dæmi, þrátt fyrir að það sé kannski ekki gallalaust þá er það heilbrigt réttlátt kerfi sem allir eiga möguleika á að notfæra sér, vilji þeir á annað borð gera þetta að atvinnu sinni.  Veðrið hérna hefur líka stýrt sókninni, amk á smábátunum.

Ég vill taka sem dæmi, sögu sem ég heyrði og tel sanna og sýnir fáránleika kerfisins og möguleika þess fyrir menn til að svindla á kerfinu, var hægt fyrir nokkrum árum, en veit ekki hvernig er nú.

"Úti á landi stóð trilla ein uppi á landi.  Skráðar voru veiðiheimildir á trilluna ákv. mörg tonn.  Veiðiskylda var/er í gildi, hægt að flytja ákv. magn milli ára en veiða þurfti ákv. magn hvert ár.  Veiða þurfti megnið kvótans amk. annað hvert ár um það bil til að uppfylla veiðiskylduna.  Það gerði eigandinn hins vegar ekki, hann fékk mann sem kunni á kerfið til að leigja inn á trilluna, m.a. rækjukvóta á Flæmska hattinum, eða úthafsrækjukvóta sem kostaði brotabrot af verði þorskkvótans.  Þetta notaði útgerðin sér til að "uppfylla veiðiskylduna" og lét rækjukvótann falla niður, en hélt þorskkvótanum og gat því framleigt þorskkvótann,  ár eftir ár eftir ár og alltaf stóð trillan uppi á landi.  Þetta sér hver heilvita maður að er óheiðarlegt, fáránlegt og maður á eiginlega ekki orð til.  Úthafsrækjukvóti á sex tonna trillu".  Svindl og svínarí.

Jæja. ég hvet stjórnvöld til að skoða þetta mál af fullri alvöru.  Það eru fleiri mál sem brenna á þjóðinni en ICESAVE  og í mörg horn að líta.

Leggjum niður kvótakerfið í núverandi mynd og tökum upp réttlátara kerfi þar sem alir hafa möguleika á því að koma að og afla sér lífsviðurværis.  Afnemum sjálftöku örfárra kvótaeigenda og rétt þeirra til að framleigja fiskinn í sjónum sem með réttu er eign þjóðarinnar.

Áfram Frjálslyndi flokkurinn sem berst hatrammlega gegn fiskveiðikerfinu.

Aðalsteinn Júlíusson, Húsavík.


mbl.is Verðfall veiðiheimilda fyrirsjáanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég er sammála þér. Nú hefur skapast tækifæri til að gera alls herjar uppstokkun á kvótakerfinu.

Sigurður Jónsson, 17.1.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aðalsteinn Júlíusson

Höfundur

Aðalsteinn Júlíusson
Aðalsteinn Júlíusson
Er lögreglumaður, söngvari, sjómaður, hestaáhugamaður, sjálfstæður dreifingaraðili Herbalife, fjölskyldufaðir, ekki endilega í þessari röð.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • DSC00067
  • DSC00024
  • DSC00007
  • addi2
  • Scan0007

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband